Harpa-2.jpg

Kontakt er ein elsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins og kemur að eigendaskiptum og endurskipulagningu tuga fyrirtækja á hverju ári. Við sérhæfum okkur í sölu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og veitum víðtæka þjónustu á því sviði. Í því getur falist leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum, ráðgjöf við samningaviðræður, gerð kaupsamninga, áreiðanleikakönnun, fjárhaglega endurskipulagningu eða fjármögnun.

 

ÞJÓNUSTA

KAUP, SALA OG SAMRUNI FYRIRTÆKJA

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með kaupum og sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Í slíkum verkefnum sér fyrirtækjaráðgjöf um allt kaup- eða söluferlið, aðstoðar við áreiðanleikakönnunum ef við á og leiðir samningaviðræður.

FJÁRMÖGNUN

Við kaup á fyrirtækjum eða við fjárhagslega endurskipulagningu ef oft ástæða til að skoða fjármangsskipan, hvort að hún sé heppileg eða hvort breytinga sé þörf. Kontakt hefur reynslu og þekkingu á því sviði og langt og gott samstarf bæði við fjárfesta og lánastofnanir varðandi fjármögnun.

ENDURSKIPULAGNING

Kontakt veitir ráðgjöf til fyrirtækja sem eru að ganga í gegnum fjárhaglega erfiðleika, skipulagsbreytingar eða vegna annarra áskoranna sem reksturinn getur staðið frammi fyrir.

VERÐMAT Á FYRIRTÆKJUM

Kontakt hefur verðmetið fyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við gerð verðmats er mikilvægt að rýna rekstur hvers fyrirtækis og hafa þekkingu á rekstrarumhverfi þess.

ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN

Mjög algengt er að tilboð um kaup á fyrirtækjum séu gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun kaupanda. Seljandi veitir þá aðgang að ítarlegri gögnum en áður hafa verið birt í söluferlinu, oft í gegnum sérstakt gagnaherbergi. Þar fær kaupandi tækifæri til þess að auka skilning sinn á viðkomandi rekstri, greina fjárhagsupplýsingar með ítarlegri hætti og meta betur áhættu tengda viðskiptunum.

MATSGERÐIR

KONTAKT er á skrá hjá dómsstólum yfir aðila sem starfa sem dómskvaddir matsmenn. Hjá Kontakt er mikil þekking á verðmatsvinnu og oft koma verkefni á því sviði til kasta hjá dómsstólum þar sem þörf er á óháðu mati á verðmæti fyrirtækis eða reksturs. 

 

UM KONTAKT

Kontakt er ein elsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins og kemur að eigendaskiptum og endurskipulagningu tuga fyrirtækja á hverju ári. Við sérhæfum okkur í sölu á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og veitum víðtæka þjónustu, sem felst m.a. í leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum, ráðgjöf við samningaviðræður og gerð kaupsamninga, ráðgjöf við áreiðanleikakönnun, fjárhaglega endurskipulagningu eða fjármögnun. 
 

1912 og Kontakt hafa átt farsælt samstarf til margra ára. Það sem einkennt hefur störf Kontakt í gegnum árin hefur verið traust og vönduð vinnubrögð ásamt því að vera næmir fyrir tækifærum sem kunna að myndast á markaði.
Ég get því mælt með Kontakt sem samstarfsaðila.

Ari Fenger, framkvæmdastjóri 1912 ehf. (Nathan & Olsen).