Artic Mar kaupir Grotta

Arctic Mar ehf. hef­ur fest kaup á rekstri fisk­vinnsl­unn­ar Grotta ehf. í Hafnar­f­irði. Kaup­end­ur sjá fyr­ir sér tæki­færi til sókn­ar og vilja stækka um­svif rekst­urs­ins og fjölga starfs­fólki, að sögn Bald­vins Arn­ars Samú­els­son­ar stjórn­ar­for­manns Arctic Mar.

„Þetta er mjög spenn­andi, sér­stak­lega í ljósi þess að við erum að stefna á að auka vinnslu á fiski sem áður var flutt­ur óunn­inn úr landi,“ seg­ir Bald­vin. Þannig verði hægt að auka fram­leiðslu­magn fisk­vinnsl­unn­ar til muna.

Áhersla er lögð á sölu afurða til Þýska­lands, en þar er talið að kaup­end­ur séu lík­legri til að velja vöru sem unn­in er hér á landi. Nokkr­ar ástæður eru fyr­ir því út­skýr­ir Bald­vin sem bend­ir á að var­an er fersk­ar­in hafi hún verið færð beint til vinnslu eft­ir lönd­un, auk þess sem minna kol­efn­is­spor sé á hverju kílói vegna flutn­inga frá Íslandi til Evr­ópu sé um unn­inn fisk að ræða.

Kontakt hafði milligöngu um viðskiptin.

[email protected] | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík © 2020. Lausn frá Kaktus.