Áreiðanleikakönnun

Mjög algengt er í dag að samningar um kaup á fyrirtækjum séu gerðir með fyrirvara um áreiðanleikakönnun kaupanda. Seljandi veitir þá aðgang að ítarlegri gögnum en áður hafa verið birt í söluferlinu oft í gegnum sérstakt gagnaherbergi. Þar fær kaupandi tækifæri til þess að auka skilning sinn á viðkomandi rekstri, greina fjárhagsupplýsingar með ítarlegri hætti og meta betur áhættu tengda viðskiptunum.

Áreiðanleikakannanir:

Fjárhagsleg áreiðanleikakönnun

Hér er lagt mat á rekstur félagsins. Skoðaður er rekstur undanfarinna ára, núverandi rekstur og rekstraráætlanir félagsins.  Greint er hvort að miklar sveiflur einkenni reksturinn eða hvort einhverjir óeðlilegir liðir eða einskiptis atburðir hafi átt sér stað.   Metin er möguleg fjárfestingarþörf fyrirtækisins ásamt greiningu á eignum og skuldum.

Skattaleg áreiðaleikakönnun

Kannað er hvernig fyrirtækið hefur staðið skil á gjöldum og upplýsingum til opinberra aðila. Sem dæmi má nefna tekjuskattskuldbindingar, virðisaukaskattskil ásamt upplýsingaskildu til opinberra aðila.

Lagaleg áreiðanleikakönnun

Hér er farið yfir gögn um fyrirtækið og starfsemi þess, s.s. hluthafa, birgja, lánadrottna, starfsmanna o.fl. Sem dæmi má nefna er farið yfir eftir því sem við á: samþykktir félags, hluthafasamkomulag, fundargerðir stjórna, samninga við birgja, tryggingarmál, starfsleyfi, lánasamninga, leigusamninga o.fl.

[email protected] | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík © 2020. Lausn frá Kaktus.