VERÐSKRÁ KONTAKT
Eftirfarandi er verðskrá okkar, sem miðast við heildarverðmæti (enterprise value):

  • Ráðgjöf við sölu fyrirtækja                   5%

  • Einhliða ráðgjöf við kaup fyrirtækja    5%

  • Tvíhliða ráðgjöf við kaup fyrirtækja    2%

  • Ráðgjöf við sameiningu fyrirtækja      5%

  • Ráðgjöf við öflun hlutafjár                  10%

  • Öflun lánsfjár                                      2,5%

  • Verðmat fyrirtækis kr.                         1.300.000.-

Virðisaukaskattur bætist við allar þóknanir.


Einhliða og tvíhliða ráðgjöf vísar til þess hvort verið sé að vinna eingöngu fyrir kaupanda eða einnig fyrir seljanda.


Verðmat fyrirtækis getur verið flókið ferli sem tekur langan tíma og kostar háar upphæðir. Kontakt tekur að sér slík verkefni, sem snúa þá fyrst og fremst að stærri fyrirtækjum og flóknum samningum eða viðskiptum.

Á hinn bóginn vilja eigendur smærri fyrirtækja oft vita hvert virði fyrirtækis þeirra er án þess að kosta miklu til. Fyrir slíka aðila bjóðum við upp á stutt og laggott verðmat, sem vissulega tekur til reksturs og efnahags, en er fyrst og fremst álit okkar á því hvað raunverulegt markaðsvirði fyrirtækisins er miðað við ástand á markaði. Slíkt verðmat er hægt að fá hjá okkur á nokkrum dögum og kostar það 450.000 krónur auk vsk.