Kemi kaupir Poulsen

Kemi ehf. hefur náð samkomulagi um kaup á rekstri Poulsen ehf. Kaupsamningur var undirritaður 1. júlí og mun Kemi tók við starfsemi Poulsen 1. september s.l. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi seljanda og Lex Lögmannstofa vann málið fyrir hönd kaupenda. Sjá meðfylgjandi fréttumfjöllun af mbl.is. https://bit.ly/3RMGgyM
Rubix á Íslandi kaupir Verkfærasöluna

Í sl. viku var gengið frá samningi um kaup Rubix Ísland á Verkfærasölunni og hefur Samkeppniseftirlitið heimilað viðskiptin. Velta Verkfærasölunnar nam um 1,6 milljarði árið 2021 en fyrirtækið rekur verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Verkfærasalan er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Milwaukee verkfæra á landinu. Kontakt annaðist milligöngu um kynningu á verkefninu.