Modern Office Building

FRÓÐLEIKSMOLAR UM EIGENDASKIPTI FYRIRTÆKJA

Kaup og sala fyrirtækja er frábrugðin fasteignasölu á margan hátt og kaupendur jafnt og seljendur hafa eðlilega litla reynslu í þeim efnum. Við viljum gjarnan deila okkar reynslu með því að einfalda og útskýra þá hagfræði sem ræður á þessum markaði. Það er ástæða þess að við höfum tekið saman þessa fróðleikspunkta sem við vonum að gagnist sem flestum.  Hér til vinstri eru nokkrir kaflar um ýmislegt sem gæti verið gagnlegt að vita.

Hér á heimasíðunni er einnig hægt að skoða lista yfir fáanleg fyrirtæki en hafa ber í huga að þar eru einungis þau fyrirtæki sem við megum kynna. Við vitum af mun fleirum sem eru fáanleg fyrir rétta kaupendur.

Við kaup og sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.


Hvers vegna að kaupa fyrirtæki?

Þeir sem vilja fara út í rekstur fyrirtækja geta valið tvær leiðir. Önnur er að stofna fyrirtæki frá grunni, hin er að kaupa fyrirtæki í rekstri. Reyndum fyrirtækjastjórnendum ber flestum saman um að auðveldasta og ódýrasta leiðin til að stækka sé að kaupa fyrirtæki í rekstri til að sameina þeim rekstri sem fyrir er. Þetta á enn frekar við þegar um er að ræða að hefja rekstur.

Sá tími sem það tekur að byggja upp viðskipti nýs fyrirtækis þar til það skilar hagnaði getur verið nokkuð langur. Þegar litið er á kostnað í byrjun og þann tíma sem tekur að koma rekstri í hagnað, er sennilega mun ódýrara að kaupa fyrirtæki sem komið er í hagnaðarrekstur.

Þá er augljóslega minni áhætta fólgin í kaupum á fyrirtæki því útilokað er að spá með vissu um það hvernig nýjum rekstri muni vegna. Fyrirtæki í rekstri hefur rekstarsögu sem segir til um hversu mikil velta og hagnaður hefur verið af rekstrinum og því nokkuð ljóst við hverju má búast í náinni framtíð. Fyrirtæki í rekstri eru komin yfir erfiðasta hjallann og búin að sanna sig á markaði. 

Sumt fólk á reyndar alls ekki að kaupa fyrirtæki. Þetta á við um þá sem ekki vilja leggja á sig mikla vinnu eða eru tilbúnir að axla mikla ábyrgð og taka áhættu.