Innnes kaupir Djúpalón

Innnes ehf., ein stærsta matvöruheildverslun landsins, hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf., sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Seljendur eru Pétur Þorleifsson og Jóhanna Benediktsdóttir. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi seljenda. https://vb.is/frettir/innnes-kaupir-djupalon-ehf/